spot_img
HomeFréttirMeistarar meistaranna í Hólminum á sunnudag

Meistarar meistaranna í Hólminum á sunnudag

Sunnudaginn 11. október fer keppni Meistara Meistaranna fram í Stykkishólmi. Í karlaflokki mætast KR og Stjarnan kl. 17:00, KR sem ríkjandi Íslandsmeistarar og Stjarnan sem ríkjandi bikarmeistarar.

Í kvennaflokki eigast við Snæfell og Grindavík og hefst viðureignin kl. 19:15. Snæfell er ríkjandi Íslandsmeistari og Grindavík ríkjandi bikarmeistari. 

Snæfellsborgarar verða á grillinu í íþróttahúsinu fyrir báða leikina. 

Fréttir
- Auglýsing -