Hin árlega meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-Höllinni í Vesturbænum í dag. Í kvennaflokki eigast við Íslandsmeistarar Snæfells og bikarmeistarar Hauka en leikurinn hefst kl. 17:00.
Í karlaflokki mætast Íslandsmeistarar KR og bikarmeistarar Grindavíkur og hefst leikurinn kl. 19:15. Báðir leikirnir verða í beinni netútsendingu hjá KR TV.
Þess má geta að allur ágóði af leikjunum rennur til afreksstarfs yngri landsliða KKÍ.