spot_img
HomeFréttirMeistarar meistaranna í DHL á sunnudag

Meistarar meistaranna í DHL á sunnudag

Á sunnudaginn kemur, 2. október, er komið að hinum árlegu leikjum Íslandsmeistara og bikarmeistara karla og kvenna frá síðasta keppnistímabili. Leikið verður að þessu sinni á heimavelli Íslandsmeistara karla og fara leikirnir því fram í DHL-höll KR-inga. Í báðum tilfellum eru Íslandsmeistarar síðasta árs, KR hjá körlum og Snæfell hjá konum, tvöfaldir meistarar, það er bæði sigurvegarar Domino's deildanna og Poweradebikarmeistarar. Því taka mótherjar liðanna í bikarkeppninni sæti þeirra úr þeirri keppni og leika sem fulltrúar bikarsins í þessum leikjum.

Dagskráin hefst kl. 17:00 en þá eigast við íslands- og bikarmeistarar Snæfells gegn Grindavík sem lék til úrslita í bikar hjá konum og kl. 19.15 mætast íslands- og bikarmeistarar KR og gegn Þór Þorlákshöfn sem lék til úrslita í bikar hjá körlum.

Minningarsjóður Ölla
Líkt og svo oft áður hefur KKÍ látið ágóða þessara leikja renna til stuðnings góðs málefnis og að þessu sinni mun ágóði leikjanna rennur í minningarsjóð Ölla. Minningarsjóður Ölla er til minningar um Örlyg Sturluson en hann hóf starfsemi haustið 2013 og hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Ölli heitin lést langt um aldur fram af slysförum en hann var einn efnilegasti körfuknattleiksmaður Íslands á þeim tíma.

Miðaverð er 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri og rennur ágóði leikjanna eins og áður segir óskipt í sjóðinn.

Frétt: www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -