spot_img
HomeFréttirMeistarar eru líka menn og kynnast því sópnum eins og aðrir

Meistarar eru líka menn og kynnast því sópnum eins og aðrir

 
Í gærkvöldi var ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum Snæfells sópað út úr undanúrslitum Iceland Exress deildar karla af Stjörnunni, lokastaða 3-0 í einvíginu og Hólmarar komnir í frí. Snæfell er þó ekki fyrsta meistaraliðið frá upphafi úrslitakeppninnar sem fær að kenna á sópnum árið eftir titilinn sinn.
Keflvíkingar urðu fyrstir liða til að fá sópinn í bakið árið 1990 en þá voru þeir ríkjandi meistarar og mættu KR í undanúrslitum þar sem Vesturbæingar unnu 3-0. Alls hefur það komið fjórum sinnum fyrir, með einvíginu í gær, að ríkjandi meisturum hafi verið sópað út úr undanúrslitum.
 
Meisturum sópað út úr undanúrslitum
 
1990 KR 3-0 Keflavík, meisturum sópað í úrslitum
1997 Grindavík 0-3 Keflavík, meisturum sópað í úrslitum
2001 Njarðvík 3-0 KR, meisturum sópað í undanúrslitum
2003: Keflavík 3-0 Njarðvík, meisturum sópað í undanúrslitum
2009: KR 3-0 Keflavík, meisturum sópað í undanúrslitum
2011: Stjarnan 3-0 Snæfell, meisturum sópað í undanúrslitum
 
Fréttir
- Auglýsing -