Oklahoma City Thunder tók í nótt 3-1 forystu í úrslitum vesturstrandar með 118-94 sigri á NBA meisturum Golden State Warriors. Tveir öruggir sigrar í röð hjá Oklahoma í síðustu tveimur leikjum! Þetta er í fyrsta sinn á leiktíðinni sem Golden State tapar tveimur leikjum í röð.
Russell Westbrook landaði rosalegri þrennu í liði Oklahoma með 36 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar en sex liðsmenn Oklahoma voru með 10 stig eða meira í leiknum.
Klay Thompson var atkvæðamestur í liði Golden State með 26 stig og Stephen Curry bætti við 19 en hann var 2 af 10 í þristum í nótt sem telst ekki drjúgt dagsverk á þeim bænum.
Svipmyndir frá leik næturinnar



