spot_img
HomeFréttirMeistarakeppni KKÍ fer fram í Toyotahöllinni í dag

Meistarakeppni KKÍ fer fram í Toyotahöllinni í dag

11:35
{mosimage}

(Bikarmeistarar Snæfells)

Boðið verður upp á körfuboltaveislu í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ í dag þegar Meistarakeppni KKÍ fer fram. Í keppninni mætast bikar- og Íslandsmeistarar síðasta tímabils og fer kvennaleikurinn fram kl. 16.30 þar sem eigast við Íslandsmeistarar Keflavíkur og bikarmeistarar Grindavíkur. Karlaleikurinn hefst kl. 19.15 þar sem Íslandsmeistarar Keflavíkur taka á móti bikarmeisturum Snæfells.

KKÍ hefur frá árinu 1995 látið allan ágóða sem kemur inn af leikjunum renna til ákveðins málefnis / samtaka. Í ár varð BUGL, Barna og Unglingageðdeild Landspítalans fyrir valinu. Miðaverð fyrir 16 ára og eldri er kr. 1000, 6-15 ára 500 kr. og frítt er fyrir börn 5 ára og yngri.

Grindavík varð bikarmeistari í kvennaflokki á síðasta tímabili eftir sigur á Haukum í Laugardalshöll og þá urðu Snæfellingar bikarmeistarar eftir öruggan sigur á Fjölni. Keflavík varð Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki en kvennaliðið skellti nýliðum KR 3-0 í úrslitaseríunni. Slíkt hið sama gerði karlaliðið er þeir lögðu Snæfell 3-0 í úrslitaseríunni.

Hér að neðan gefur að líta þau málefni sem hafa verið styrkt frá árinu 1995 í Meistarakeppni KKÍ:

Styrkþegar meistarakeppni KKÍ

1995 Samtök krabbameinssjúkra barna

1996 Jafningjafræðsla framhaldsskólanna

1997 Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna

1998 FSBU – foreldrafélag sykursjúkra barna

1999 LAUF – landssamtök áhugafólks um flogaveiki

2000 Samtök barna með tourett heilkenni

2001 PKU – Samtök foreldra barna með efnaskiptasjúkdóma

2002 Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga

2003 Einstök börn

2004 MND-félagið

2005 Foreldrafélag barna með axlaklemmu

2006 Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra

2007 SÁÁ-Stuðningur við börn alkóhólista

2008 BUGL

[email protected]

{mosimage}

(Powerademeistarar Keflavíkurkvenna 2008)
Fréttir
- Auglýsing -