spot_img
HomeFréttirMeistaradeildin: Siena tók bronsið eftir framlengdan leik

Meistaradeildin: Siena tók bronsið eftir framlengdan leik

18:36

{mosimage}
(Ksistof Lavrinovic jafnaði leikinn og knúði fram framlengingu)

Montepaschi Siena náði þriðja sætinu í Meistaradeildinni í dag þegar þeir unnu spænska liðið Tau Ceramica í 97-93 eftir framlengdan leik en leikið var í Madríd. Ksistof Lavrinovic var stigahæstur Ítalanna með 19 stig og hjá Spánverjunum var Pete Mickael með 16 stig.

Ksistof Lavrinovic jafnaði leikinn í venjulegum leiktíma með vítaskoti þegar 4.7 sekúndur voru eftir. Síðan í framlengingunni náðu ítölsku meistararnir 9-0 áhlaupi og gerðu út um leikinn.

Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni hefst senn en hann er milli CSKA Moskva og Maccabi Tel Aviv.

[email protected]

Mynd: Euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -