spot_img
HomeFréttirMeistaradeildin: Macijauskas leikmaður nóvember mánaðar

Meistaradeildin: Macijauskas leikmaður nóvember mánaðar

17:55

{mosimage}
(Arvydas Macijauskas)

Arvydas Macijauskas, leikmaður Olympiacos, er leikmaður nóvember í meistaradeild Evrópu. Macijauskas hefur átt skínandi gott tímabil í meistaradeildinni og leikið sex leiki með gríska liðinu. Hann er stigahæstur í meistaradeildinni með 23,8 stig í leik, hann setur 80% tveggja-stiga skota sinna ásamt því að hann er annar í stolnum boltum 2.4 og áttundi í vítanýtingu með 86,7%. Svo er hann hæstur í framlagi með 30 í leik.

Í viðtali við heimasíðu meistaradeildarinnar sagðist hann alltaf hafa trúna á að hann myndi spila aftur. Macijauskas lék lítið undanfarin tvö tímabil. Fyrst var hann á mála hjá NBA-liði og fékk lítið að spreyta sig og svo meiddi hann sig á hné og var frá allt síðasta tímabil. ,,Ég hafði trú á sjálfum mér,” sagði Macijauskas en hann hefur lagt mikla vinnu á sig í endurhæfingu til þess að vera sami leikmaður og hann var áður.

[email protected]

Mynd: Euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -