spot_img
HomeFréttirMeistaradeildin: Jón Arnór með góðan leik

Meistaradeildin: Jón Arnór með góðan leik

21:18

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma sigruðu þýska liðið Brose Baskets örugglega á heimavelli í kvöld í Meistaradeildinni 81-57. Fyrir leikinn voru bæði lið án sigurs og því lyfti Roma sér af botninum.

 

Roma byrjaði leikinn betur og jók muninn hægt og þétt allan tímann. Jón Arnór var í byrjunarliðinu og lék alls 27 mínútur og skoraði 14 stig, var næststigahæstur í liðinu, hitti úr 4 af 11 skotum sínum úti á velli og 3 af 4 vítum. Auk þess gaf hann 4 stoðsendingar.

Úrslit vikunnar í MeistaradeildinniCibona Zagreb – Armani Jeans Milano 100-91CSKA Moskva – Olympiacos 88-79L.Rytas – Aris TT Bank 77-70Croale Roanne – Fenerbahce Ulker 90-97Real Madrid – Partizan Igokea 75-64VidiVici Bologna – Prokom Trefl Sopot 75-87Efes Pilsen – Le Mans 66-63Zaligris – Union Olimpija 91-72Unicaja Malaga – Maccabi Elite 93-70Tau Ceramica – Montepaschi Siena 76-61Panathinaikos – Barcelona 76-66Þrjú lið eru enn taplaus í keppninni, L.Rytas, Real Madrid og Panathinaikos.

[email protected] 

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -