spot_img
HomeFréttirMeistaradeildin: Final Four verða í Madríd 2008

Meistaradeildin: Final Four verða í Madríd 2008

16:00

{mosimage}
(Madrid Sports Palace tekur 14.000 manns í sæti)

Í gær var það gefið út að Final Four í meistaradeildinni 2008 verða helgina 2.-4. maí í Madríd á Spáni. Leikirnir verða í 14.000 manna höll sem heitir Madrid Sports Palace. Hún er nýbyggð og glæsilegt en hún var endurreist eftir bruna fyrir nokkrum árum. Final Four í ár verða í Aþenu í næsta mánuði þar sem spænsku liðin Unicaja Malaga, sem Pavel Ermolinskij leikur með og Tau Ceramica ásamt núverandi Evrópumeisturum CSKA Moskvu og gríska liðið Panathinaikos hafa tryggt sér farseðilinn.

Spánverjar búast við miklum hátíðarhöldum á næsta ári en allt að 1.500 milljónir manns munu fylgjast með leikjunum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -