spot_img
HomeFréttirMeistaradeildin: CSKA og Maccabi Tel Aviv tryggðu sér sæti í úrslitum

Meistaradeildin: CSKA og Maccabi Tel Aviv tryggðu sér sæti í úrslitum

23:40

{mosimage}
(David Andersen hjá CSKA var öflugur í kvöld)

Undanúrslit í Meistaradeildinni fóru fram í kvöld í Madríd á Spáni. Það voru eintóm stórveldi sem mættust í Final Four. Maccabi Tel Aviv vann Montepachi Siena í fyrri leik dagsins 92-85. Maccabi spilar til úrslita í fjórða sinn á síðustu fimm árum, sannarlega glæsilegur árangur. Ísraelarnir voru 18 stigum undir um tíma í öðrum leikhluta en náðu að vinna upp forskotið og að lokum lögðu þeir efsta lið ítölsku deildarinnar. Brasilíumaðurinn Alex Garcia var stigahæstur hjá Maccabi með 19 stig og Derrick Sharp bætti við 17 stigum. Hjá Siena skoraði Terrell McIntyre manna mest eða 26 stig og Romain Sato og Kristof Lavrinovic voru með 17 stig.

Í hinum úrslitaleiknum mættust CSKA Moskva, sem vann keppnina árið 2007, og spænska liðið Tau Ceramica frá Vitoriu. Rússarnir fóru með sigur af hólmi sem var naumur og höfðu þeir fjögurra stiga sigur 79-83. Verður þetta þriðji úrslitaleikur CSKA í röð en þeir töpuðu fyrir gríska liðinu Panathinaikos í fyrra. Leikurinn var í járnum allan tímann en Ramunas Siskausas kláraði leikinn með tveimur vítaskotum þgar 6.5 sekúndur voru eftir og tryggði um leið CSKA farseðilinn í úrslitaleikinn. Stigahæstur hjá Rússunum voru þeir Ramunas Siskausas og David Andersen með 16 stig og hjá Tau Ceramica var Igor Rakocevic með 19 og Zoran Planinic og Tiago Splitter með 17 stig.

Úrslitaleikurinn og leikurinn um þriðja sætið verða á sunnudag.

[email protected]

Myndir: euroleague.net

{mosimage}
(Derrick Sharp)

Fréttir
- Auglýsing -