spot_img
HomeFréttirMeistaradeildin af stað, CSKA Moskva sigraði

Meistaradeildin af stað, CSKA Moskva sigraði

17:57

{mosimage}

Matjaz Smodis var stigahæstur Rússanna 

 

Meistaradeild Evrópu, Euroleague, hófst í gær með einum leik en aðrir leikir fyrstu umferðar verða leiknir á morgun og fimmtudag. Fyrsti leikurinn var leikur Prokom Trefl Sopot og CSKA Moskva sem fram fór í Póllandi. Moskvumenn sigruðu 88-69.

 

Slóvenski landsliðsmaðurinn Matjaz Smodis var stigahæstur CSKAmanna með 18 stig en Serbinn Milan Gurovic skoraði 25 stig fyrir Pólverjana. 

Jón Arnór Stefánsson og félagar hefja leik á miðvikudag þegar þeir heimsækja Evrópumeistara Panathinaikos. Panathinaikos er stjörnum prýtt lið sem fékk m.a. Sarunas Jasikevicius til liðs við sig í sumar. Þá spilar Íslandsvinurinn Konstantions Tsartsaris með þeim.

[email protected] 

Mynd: www.euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -