spot_img
HomeFréttirMeistarabragur á KR þegar þeir sigruðu Keflavík (Umfj./ Myndir)

Meistarabragur á KR þegar þeir sigruðu Keflavík (Umfj./ Myndir)


Helgi Magnússon og Jesse Pellot-Rosa héldu fund og ræddu málin ítarlega
KR-ingar standa nú nokkuð vel að vígi í rimmu sinni gegn Keflvíkingum eftir að þeir fóru með 13 stiga sigur af hólmi úr Toyota Höllinni í kvöld. 75:88 var lokastaða kvöldsins og var það Jón Arnór Stefánsson sem leiddi sína menn til sigurs í kvöld. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu og áttu oft á tíðum fín áhlaup. En þegar þeir nálguðust  KR-inga tók umræddur Jón leikinn í sínar hendur og skoraði að nánast að vild fyrir gestina.

Á fyrstu 5 mínútum leiksins var nokkuð jafnt á með liðunum. En þegar líða tók á fóru gestirnir úr vesturbænum að síga fram úr. Keflvíkingar voru 7 stigum undir eftir fyrsta fjórðung og allt stefndi í hörku rimmu. Það má segja að KR liðið hafi lagt grunninn að sigrinum í öðrum fjórðung. Þar fóru þeir röndóttu gersamlega á kostum á báðum endum vallarins. Vörn þeirra var gríðarlega sterk og áttu heimamenn í mesta basli.  Hinumegin á vellinum virtust þeir ekki eiga í töluverðum vandræðum á meðan þeir hlupu kerfin sín í gegn. 

27:41 var staðan í hálfleik gestina í vil. Keflvíkingar komu til seinni hálfleiks grimmir og spiluðu á tímum fanta vel. Jesse Pellot-Rosa hóf að hittna og eitthvað hafði kólnað á KR vélinni. Keflvíkingar náðu að minnka muninn niður í 6 stig á tíma og allt leit út fyrir að í stefndi hörku loka sprett á frábærum leik. En títt um ræddur Jón Arnór setti þá niður 2 þrista og ofaní það bætti Jakob Sigurðarson einum til. Allt í einu var munurinn aftur orðinn 15 stig.

Hraðlest Keflvíkinga hélt þó áfram og stóðu vel í gestunum sínum. T.a.m ná heimamenn að sigra þriðja fjórðung og tapa aðeins þeim síðasta með 1 stigi. Þannig að sem fyrr segir var það fyrri hálfleikur sem var KR liðinu dýrmætur.  Eins og þessi leikur spilaðist þó þá virðist Keflavíkurliðið varla eiga mikla möguleika gegn feiknar sterkum KR-ingum. Í hvert sinn sem eitthvað gott virtist vera að fara að gerast hjá heimamönnum var það drepið niður fljótlega með þrist í andlitið hinumegin á vellinum.  En það er klárt mál að ef Keflvíkingar ætla sér sigur í DHL höllinni á föstudag þurfa þeir að herða varnarleik sinn til muna.

Maður þessa leiks án  nokkurs vafa var Jón Arnór Stefánsson. Kappinn setti  niður 35 stig, spilaði fanta varnarleik og var hreinlega í klassa fyrir ofan aðra leikmenn á vellinum. Hjá Keflvíkingum var Jesse Pellot-Rosa þeirra besti maður með 26 stig.  En áhyggjuefni fyrir Keflavík hlýtur að vera vítanýting þeirra en þeir klúðruðu 11 stykkjum í kvöld af 22.
Texti/Myndir: SBS

Fréttir
- Auglýsing -