spot_img
HomeFréttirMeirihlutinn myndi borga fyrir leiki í beinni á netinu

Meirihlutinn myndi borga fyrir leiki í beinni á netinu

 
Síðustu daga höfum við spurt hér í könnun á Karfan.is hvort fólk myndi greiða fyrir að sjá leiki í beinni netútsendingu frá Iceland Express deild karla. 583 svöruðu spurningunni og af þeim voru 43% svarenda sem játtu því að þeir myndu borga til að sjá leikina.
Leikirnir hafa verið sýndir endurgjaldslaust á netinu en mögulega gætir þar orðið breyting á í framtíðinni. Karfan.is sendi einnig snarpar fyrirspurnir á nokkra forsvarsmenn þeirra félaga sem hafa verið að sýna leikina og sögðu þeir ekki loku fyrir það skotið að einhvern tíman yrði rukkað fyrir þessa þjónustu.
 
Spurningin í síðustu könnun var svohljóðandi:
Myndir þú borga fyrir að horfa á leiki frá Iceland Express deild karla í beinni netútsendingu?
Niðurstöður
 
Já 43%
Nei 38%
Óviss 19%
 
Nú höfum við sett inn nýja könnun og að þessu sinni spyrjum við:
 
Ert þú meðlimur í stuðningsmannaklúbbi þíns félags?
Fréttir
- Auglýsing -