Síðustu daga höfum við haldið úti könnun þar sem við spurðum hvort lesendur Karfan.is vildu hafa Stjörnuleikjahelgi á hverju ári á Íslandi. Niðurstöður urðu á þann veg að 50,95% aðspurðra svöruðu því játandi og vilja því Stjörnuleikjahelgi hvert ár. Eins og flestum er orðið kunnugt ákvað Körfuknattleikssamband Íslands að hvíla Stjörnuleikina þetta tímabilið.
31,23% aðspurðrað vildu ekki hafa Stjörnuleikina á hverju ári og 17,81% vildu hafa Stjörnuleikina annað hvert ár. Von er á að KKÍ tilkynni hvernig verði búið um hnútana á Stjörnuleikjahelginni til frambúðar en hvenær það verður nákvæmlega á eftir að koma í ljós.
Niðurstöður könnunarinnar
Mynd/ Logi Bergmann Eiðsson tók þátt í Stjörnuleiknum 2009.



