spot_img
HomeFréttir„Meiri möguleikar á að Bandaríkjamenn bendi á Ísland á landskorti en að...

„Meiri möguleikar á að Bandaríkjamenn bendi á Ísland á landskorti en að liðið komist áfram“

Ólafur Þór Jónsson skrifar frá Helsinki

 

Leikdagur 1.

 

 Allt frá sigrinum gegn Belgíu þann 17. september hefur maður beðið eftir þessum degi. Deginum þar sem Ísland mætir á stóra sviðið á Eurobasket aftur. Lítil þjóð eins og Ísland komst inná mótið 2015 og var það gríðarlegur árangur. Að ná slíkum áfanga einu sinni getur verið "heppni" en íslenska liðið hefur sýnt það núna að það var engin heppni þar sem liðið er nú komið í annað skipti í röð á mótið. 

 

Væntingarnar til mótsins eru meiri en fyrir tveimur árum eða eins og Páll Kolbeinsson formaður afreksnefndar orðaði það svo fínt í viðtali við Karfan.is "meiri en raunhæfari kröfur". Í þetta skiptið vilja stuðningsmenn og leikmenn fá sigur á mótinu. Einhverjir sjá helstu möguleikana gegn Póllandi og Finnlandi en það eru heldur betur verðugir andstæðingar. 

 

Andstæðingar dagsins er Grikklandi. Það er risaþjóð í evrópskum körfubolta en bestu lið landsins Olympiakos og Panathinakios hafa verið með bestu félagsliðum í evrópu í langan tíma. Gríska undrið er ekki með í ár og hafa leikmenn verið að slást í keppnisferðum vegna einhverra hluta sem eru utanaðkomandi körfubolta samkvæmt fréttaflutningi í Grikklandi. Varnarleikur liðsins hefur verið í molum og því er spurning hvort það séu að opnast möguleikar á að ævintýri Íslands hefjst á sigri á þessu móti. 

 

Þrátt fyrir að væntingarnar séu meiri nú eru sérfræðingar útí heimi ekki bjartsýnir á gengi Íslands. Blaðamaðurinn Zach Harper hjá FanRag Sports greindi A-riðilinn á síðunni á dögunum. Þekking hans á íslenska liðinu er mjög greinileg engin. Hann segir að liðið hafi nokkra fína yngri leikmenn en ef lesendur síðunnar geti borið fram nöfn leikmanna þá sé það væntanlega vegna þess að þeir séu í liðinu. Að lokum segir hann „Það eru meiri möguleikar á að Bandaríkjamenn geti bent á Ísland á landskorti en að íslenska liðið komist áfram á þessu móti“. 

 

Við vonum þá bara að hann sé að stórlega vanmeta landafræðiþekkingu bandaríkamanna. Líkurnar á að Ísland komist áfram eru auðvitað takmarkaðar. Mótafyrirkomulagið er hinsvegar þannig að fjögur lið af sex komast áfram og því þarf líklega bara tvo sigra til að komast áfram og gæti meira að segja einn sigur dugað. Helsta markmið mótsins hlýtur samt að vera að geta keppt við þessi risa lið og koma Íslenskum körfubolta enn meira á kortið.

 

Stuðningsmenn Íslands geta allavega hlakkað til komandi daga. Stemmningin og gleðin verður allavega til staðar hér í Helsinki og væntanlega á Íslandi líka þar sem hægt verður að fylgjast með mótinu á RÚV.  

Fréttir
- Auglýsing -