spot_img
HomeFréttirMeiðslin tóku sig upp aftur hjá Pálínu - Ekki meira með á...

Meiðslin tóku sig upp aftur hjá Pálínu – Ekki meira með á árinu

Pálína María Gunnlaugsdóttir leikmaður Snæfels mun ekki leika meira með liðinu á árinu. Pálína meiddist í landsleiknum gegn Slóvakíu sem fram fór í byrjun nóvember. Þetta staðfesti Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfels í viðtali eftir tapið gegn Stjörnunni. 

 

Pálína kom til félagsins fyrir tímabilið og hefur nú leikið átta leiki. Hún er með 8,4 stig og 5 fráköst að meðaltali í leik auk þess sem hún deilir reynslu sinni og baráttuanda með liðinu. 

 

Pálína meiddist í stórtapinu gegn Slóvakíu og var talið að hún yrði frá í 2-3 vikur. Á fyrstu æfingu eftir meiðsli tóku þau sig upp aftur og því ljóst að hún verður frá lengur en áætlað var.

 

Snæfell fær Grindavík í heimsókn í síðasta leik ársins því klárt að Pálína leikur ekki meira með liðinu á árinu 2016. Snæfell hefur tapað tveim af síðustu þremur leikjum í deild eftir landsleikjahlé og mikilvægt að finna taktinn aftur fyrir hátíðir.  

 

Mynd  / Bára Dröfn – Pálína í fyrsta leik sínum með Snæfell 

Fréttir
- Auglýsing -