spot_img
HomeFréttirMeiðslin herja áfram á ÍR-inga

Meiðslin herja áfram á ÍR-inga

 
ÍR-ingar geta ekki sagt farir sínar sléttar í meiðslamálum þessa leiktíðina en í upphafi leiktíðar var ljóst að landsliðsmaðurinn Sveinbjörn Claessen yrði ekkert með í vetur sökum meiðsla. Í gærkvöldi varð Hreggviður Magnússon frá að víkja í upphafi leiks gegn Grindavík þegar hann lenti illa á öðrum fæti eftir uppkastið í leiknum.
,,Ég hef verið aumur í ökklanum í þrjá daga og fann í upphitun að ég var aumur en leikfær,“ sagði Hreggviður í samtali við Morgunblaðið. Þá kveðst Hreggviður þess nokkuð viss að eitthvað hafi slitnað í ökklanum. Eiríkur Önundarson hefur líka verið að glíma við meiðsli en hann braut á sér aðra hnéskelina og hefur verið í og úr ÍR-búningnum á þessari leiktíð. Vilhjálmur Steinarsson er einnig meiddur og þá hefur Gunnlaugur Elsuson ekkert með meiðsli að gera en nýverið sagði hann skilið við ÍR og hélt aftur í raðir Ármanns í 1. deild karla.
 
Ljósmynd/ Hreggviður Magnússon meiddist gegn Grindavík í gær.
 
Fréttir
- Auglýsing -