spot_img
HomeFréttirMeiðsli plaga Jón Arnór - Gæti misst af æfingjaleikjunum?

Meiðsli plaga Jón Arnór – Gæti misst af æfingjaleikjunum?

Íslenska A-landsliðið undirbýr sig nú fyrir lokamót Eurobasket seam hefst innan mánaðar. Liðið hefur leikið tvo æfingaleiki gegn Belgíu en framundan eru leikir gegn Rússlandi, Litháen og Ungverjalandi úti. 

 

Óvíst er hvort Jón Arnór Stefánsson geti beitt sér í næstu leikjum en meiðsli í nára hafa plagað hann síðan í vor. Jón lék seinni leikinn gegn Belgíu en hann mun ferðast með liðinu til Rússlands á miðvikudag. Frá þessu greinir mbl.is í morgun. 

 

Að sögn Finns Freys Stefánssonar aðstoðarþjálfara liðsins eru meiðsli Jóns ekki talin alvarleg en meiðsli í nára geta reynst erfið. Ísland hefur leik á Eurobasket þann 31. ágúst en liðið mætir þar Grikkjum.

 

Fréttir
- Auglýsing -