spot_img
HomeFréttirMeiðsli Kristófers ekki alvarleg

Meiðsli Kristófers ekki alvarleg

Meiðsli Kristófers Acox, sem hann hlaut í úrslitaleik SoCon keppninnar í gærkvöldi, eru ekki eins alvarleg og haldið var í upphafi. Sprunga myndaðist í beini í vinstri fætinum en meðferð við slíkum meiðslum eru hvíld í 6 vikur og endurhæfing ef þarf. Uppskurður er því óþarfur, sem hefði tafið endurkomu hans á völlinn enn meira.
 
 
Þetta eru súrsætar fréttir fyrir okkur Íslendinga; súrar að hann hafi ekki getað spilað að ráði í úrslitaleiknum vegna meiðslanna en sætar þó að þetta muni ekki halda honum frá æfingum með landsliðshópnum verði hann valinn þangað.
 
 
Mynd: Verðlaunaskjöldur Kristófers fyrir valið í annað úrvalslið SoCon keppninnar. (Kristófer Acox)
Fréttir
- Auglýsing -