Meiðsli herja nú á nokkra lykil leikmenn NBA liða aðeins mánuði áður en herlegheitin hefjast. Rajon Rondo hjá Boston Celtics datt heimavið hjá sér og meiddist á hendi þannig að hann fór í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur. Rondo hefur verið mikið á milli tannana á fréttamönnum vestra um hvort hann verði áfram í Boston eða ekki. Það fauk í Danny Ainge þegar hann var spurður nú í vikunni um hvort Rondo myndi hefja tímabilið með Celtics ” Eruð þið í alvöru enn að spurja að þessu?” sagði Ainge við fréttamenn og áréttaði að hann langaði að hafa Rondo eins lengi og hægt væri í Celtics búning.
Tyreke Evans hjá New Orleans Pelicans hefur tognað á aftan á lærisvöðva og mun þurfa að hvíla í 3 til 5 vikur. Meiðslin áttu sér stað þegar Evans var að leika sér í körfu með félögum sínum. Vonast er til að Evans verði klár fyrir fyrsta leik en hann er að hefja sitt 6. ár í NBA deildinni og hefur verið að setja um 15 stig á leik á ferli sínum.
Óvíst er hvenær Michael Carter Williams geti hafið leik fyrir Philadelphia 76ers en hann á við axlar meiðsli að stríða þessa dagana. Nýliði ársins fór í aðgerði í Maí sl. á hægri öxl en hefur ekki enn fengið grænt ljóst hjá læknateymi liðsins um að hefja leik að nýju. Carter-Williams er hinsvegar brattur og segist munu verða tilbúin þegar mótið hefst í ár.



