spot_img
HomeFréttirMeiðsli hjá Brasilíu

Meiðsli hjá Brasilíu

18:30

{mosimage}
(Anderson Varejao)

Brasilíski landsliðsmaðurinn Anderson Varejao mun ekki leika með brasilíska landsliðinu í sumar þegar liðið reynir að tryggja sér farseðil til Kína. Miðherjinn hárprúði hefur ekki náð að jafna sig á þeim meiðslum sem hann varð fyrir í vetur. Varejao sagði það vera mikil vonbrigði að missa af landsliðsverkefninu enda eru Brasilíumenn hungraðir eftir Kínaför.

Varejao sem missti einnig af Ameríkuleikunum fyrir ári síðan vegna deilna sem hann átti við lið sitt Cleveland missir af öðru stórmóti. ,,Ég var hissa þegar ég heyrði þetta. Ég hélt ég væri betri og væri að batna. Þetta er mjög svekkjandi vegna þess að þetta er mikilvægt augnablik hjá landsliðinu. Einnig er þetta mikilvægur tími fyrir mig enda er ég ávallt stoltur að spila fyrir landslið mitt.”

Varejao er búinn að segja landsliðsþjálfara Brasilíu, Moncho Monsalve, frá þessu. ,,Ég þakkaði Moncho fyrir að velja mig í liðið og óskaði honum góðs gengis í keppninni. Við þurfum virkilega á því að halda að komast á Ólympíuleikana.”

Brasilía lék síðast árið 1996 á Ólympíuleikunum en þá fóru þeir fram í Atlanta í Bandaríkjunum og gamla brýnið Oscar Schmitd var þeirra sterkasti spilari.

Brasilíska liðið er ásamt 11 öðrum þjóðum að fara taka þátt í mótinu í Aþenu um laust sæti í Kína. Brasilía er í A-riðli ásamt Grikklandi og Líbanon.

Aðeins þrjú lið komast áfram úr mótinu og því ljóst að það verður erfitt að tryggja sér sæti á Ólympíuleikana en þeir Leandro Barbosa hjá Phoenix og Nene hjá Denver eru einnig að kljást við meiðsli og óvíst hvort þeir verða með í sumar.

[email protected]

Mynd: fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -