23:54:22
Houston Rockets hafa síðustu ár verið ótrúlega óheppnir með meiðsli á leikmönnum sínum og í dag kom í ljós að ein helsta stjarna þeirra, Tracy McGrady, verður frá næstu 3 vikurnar til að hvíla hné, en hann fór í uppskurð í sumar og var greinilega ekki orðinn nógu góður. Hann var á bekknum síðustu 3 leiki og verður í jakkafötum á næstunni.
Nánar hér að neðan: Þetta gerist rétt eftir að Shane Battier snéri aftur úr meiðslum, Ron Artest hefur ekki verið að leika af fullum krafti vegna ökklameiðsla og Brent Barry verður frá í 2 vikur vegna rifins vöðva í fæti. Þá hefur Yao Ming, sem hefur verið brothættur eins og postulín síðustu 3 ár, þegar misst af einum leik.
Rick Adelman hefur haft í nógu að snúast með að raða upp liði, en þeir eru samt í ágætis málum, efstir í Suð-vesturriðlinum, á undan liðum eins og New Orleans og San Antonio, sem hafa að vísu verið að ganga í gegnum svipaðan meiðslapakka, jafnvel verri.
ÞJ



