spot_img
HomeFréttirMeiðslahryna í NBA

Meiðslahryna í NBA

14:06 

{mosimage}

Mikið áfall fyrir Seattle

Rashard Lewis, framherji og lykilmaður Seattle í NBA-deildinni í körfubolta, verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á hendi á föstudag. Þetta er mikið áfall fyrir Seattle, enda Lewis einn allra besti leikmaður liðsins með tæp 22 stig að meðaltali það sem af er tímabili. Þá spilaði hann í stjörnuleik NBA í fyrra. Lewis meiddist á hendinni í leik gegn Dallas

 

Houston – Við erum í vanda

Miðherjinn Yao Ming hjá Houston Rockets í NBA deildinni leikur ekki með liðinu næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að risinn meiddist á hné í tapleik liðsins gegn LA Clippers og því er útlit fyrir að liðið verði enn og aftur að finna leið til að sigra án ofurstjarna sinna, Ming og Tracy McGrady.

LA Clippers hafði tapað sex leikjum í röð fyrir leik gærkvöldsins en án Yao Ming og McGrady, sem misst hefur af 8 leikjum í röð vegna bakmeiðsla, átti Houston ekki möguleika og tapaði 98-93. Tim Thomas skoraði 21 stig fyrir Clippers en Shane Battier skoraði 28 stig fyrir Houston.

 

Kristic með slitin krossbönd

Lið New Jersey Nets í NBA-deildinni hefur orðið fyrir miklu áfalli því einn þeirra besti leikmaður, Nenad Kristic, er með slitin krossbönd og mun ekki spila meira með á þessu tímabili. Hinn 23 ára gamli Serbi hefur skorað rúm 16 stig og tekið sjö fráköst á tímabilinu.

"Ég snéri mér við en hnéð stóð einhvernveginn eftir. Ég heyrði bara smell og vissi að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir," segir Kristic, en atvikið átti sér stað í leik gegn Lakers sl. miðvikudag. Í tilkynningu frá New Jersey segir að ekki sé vitað nákvæmlega hvenær Kristic snúi aftur en venjulega tekur um 7-9 mánuði að ná fullum bata eftir krossbandsslit.

 

Fréttir af www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -