spot_img
HomeFréttirMeiðsl Durant metin aftur eftir mánuð

Meiðsl Durant metin aftur eftir mánuð

 

Eins og við greindum frá í morgun þá meiddist stjörnuleikmaður Golden State Warriors, Kevin Durant, á hnéi í tapi liðsins fyrir Washington Wizards síðastliðna nótt. Leikmaðurinn hefur nú farið í myndatöku sem að leiddi í ljós að hann er bæði brákaður og um tognun er að ræða á hnéinu. Samkvæmt forráðamönnum liðsins er því eitthvað í að hann verði leikfær á ný, en staða verður tekin á hnéinu eftir sléttan mánuð. Meiðslin koma á versta tíma fyrir félagið, þar sem að aðeins um einn og hálfur mánuður er þangað til úrslitakeppnin byrjar. Veðbankar, sem upphaflega fóru margir hverjir á yfirsnúning við fréttirnar, eru enn með Warriors sem það lið sem er líklegast til að verða meistarar þetta tímabilið.

 

 

Stephen A. Smith um Durant:

Fréttir
- Auglýsing -