spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Með skilaboð til íslenskra stuðningsmanna ,,Sýnum Evrópu hvað við erum mögnuð”

Með skilaboð til íslenskra stuðningsmanna ,,Sýnum Evrópu hvað við erum mögnuð”

Fyrrum landsliðsmaðurinn Ragnar Nathanaelsson setti nú í dag inn færslu á Facebook hóp stuðningsmanna íslenska landsliðsins á EuroBasket í Katowice í Póllandi.

Eftir að hafa tapað fjórum hörkuleikjum á mótinu til þessa er komið að lokaleik liðsins á mótinu þetta árið gegn sterku liði Frakklands.

Í færslunni sem hægt er að lesa hér fyrir neðan hvetur landsliðsmaðurinn fyrrverandi aðdáendur til þess að skilja allt eftir í stúkunni líkt og strákarnir ætla að skilja allt eftir á vellinum. Þá leggur hann bæði til að aðdáendur taki lagið Ég er kominn heim að leik loknum og að stuðningsmenn hylli leikmenn svo við komu þeirra aftur á Vienna House hótelið eftir leik, en það er steinsnar frá Spodek keppnishöllinni.

Þess má geta að í tvígang hefur Ragnar farið á lokamót með Íslandi, 2015 og 2017. Þá var hann einnig í æfingahópi þessa liðs er fór á lokamótið nú.

Færsla Ragnars:

Skiljum allt eftir

Í dag er síðasti leikur okkar a eurobasket þessu sinni. Ég veit að strákarnir ætla að skilja allt eftir á vellinum og við ætlum að gera það sama. Sýnum Evrópu hvað við erum mögnuð og klárum þessa veislu á hápunkti.

Fólk hefur verið að spyrja um hvenær við tökum ‘ég er kominn heim’ ég held að það sé fullkomið að enda mótið á því að syngja það fyrir strákana eftir leik!

Einnig fyrir þá sem vilja hitta strákana eftir leik legg ég til að við fjölmennum fyrir utan hótelið þeirra eftir leikinn og knúsum þá og kyssum. Þeir eru á Vienna house.

-Raggi Nat💙🤍❤️

Fréttir
- Auglýsing -