Skallagrímur hefur samið við Jermaine Vereen fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.
Jermaine er 25 ára 205 cm bandarískur framherji sem kemur í Borgarnes frá Shaw Univeristy í bandaríska háskólaboltanum. Þar skilaði hann 7 stigum, 5 fráköstum og 2 vörðum skotum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.
Samkvæmt tilkynningu félagsins er hann með mikla lipurð í kring um körfuboltahringinn og gerir lengd og snerpa hans það að verkum að hann setur sitt mark á leikinn, bæði sóknarlega og varnarlega.
Jermaine er væntanlegur í Fjósið í Borgarnesi á næstu vikum.



