spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMeð 13 stig í öruggum sigurleik

Með 13 stig í öruggum sigurleik

Styrmir Snær Þrastarson og Belfius Mons lögðu Yoast United í BNXT Silver deildinni í Hollandi/Belgíu í kvöld, 65-79.

Styrmir Snær lék 18 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 13 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu.

Mons eru eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap það sem af er frá því deildinni var skipt upp í tvær deildir.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -