Umferðaverðlaun Körfuknattleikssambands Íslands voru afhent í dag fyrir síðari hluta Domino´s deildar kvenna. KR-ingurinn Shannon McCallum var valin besti leikmaður síðari hlutans með hreint magnaðar tölur, 34,6 stig, 12,4 fráköst, 4,3 stoðsendingar og 36,8 framlagsstig að jafnaði í leik!
Úrvalslið síðari umferðarinnar var svo skipað:
Pálína Gunnlaugsdóttir – Keflavík
Kristrún Sigurjónsdóttir – Valur
Sara Rún Hinriksdóttir – Keflavík
Shannon McCallum – KR
Hildur Björg Kjartansdóttir – Snæfell
Gunnhildur Gunnarsdóttir leikmaður Hauka var útnefnd dugnaðarforkur síðari hlutans og Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR var valinn besti þjálfari síðari hlutans með 10 sigra og 4 töp seinni 14 umferðir deildarinnar.
Besti dómarinn í Domino´s deildunum á síðari hluta var útnefndur Kristinn Óskarsson.
Mynd/ [email protected]



