spot_img
HomeFréttirMbl.is: Þarf mikið til að ég fari

Mbl.is: Þarf mikið til að ég fari

„Það er ekki ör­uggt að ég verði áfram hjá KR en það er frek­ar ljóst að ég fer alla vega ekki aft­ur til Svíþjóðar. Mér líður mjög vel í KR og það þarf eitt­hvað mikið til að draga mig þaðan,“ sagði Pavel Ermol­in­skij, leik­stjórn­andi Íslands­meist­araliðs KR, við Morg­un­blaðið.
 
 
Pavel átti frá­bært tíma­bil með KR, eft­ir að hafa snúið til­baka úr at­vinnu­mennsku í Svíþjóð. Hann náði meðal ann­ars sjö sinn­um að gera þre­falda tvennu í Dom­in­os-deild­inni í vet­ur og var al­gjör lyk­ilmaður í yf­ir­burðaliði KR-inga. Ljóst er að hann gæti snúið aft­ur í sænsku úr­vals­deild­ina en Pavel hef­ur ekki áhuga á því. Hann hef­ur fundið fyr­ir áhuga víða en vill halda kyrru fyr­ir í Vest­ur­bæ nema spenn­andi til­boð ber­ist úr ein­hverri af sterk­ari deild­um Evr­ópu, til að mynda á Spáni eða í Frakklandi.
 
„Þess­ar síðustu vik­ur hafa verið að dúkka upp ein­hverj­ir karl­ar en það kom á svo­lítið leiðin­leg­um tíma því ég var í miðri úr­slita­keppni og ekk­ert að spá í þessa hluti. Það var ein­hver áhugi í Svíþjóð og fleiri lönd­um. Spánn barst eitt­hvað í tal en ástandið þar er mjög slæmt. Það hef­ur margt borið á góma en ekk­ert sem hönd er á fest­andi. Ég er ekk­ert að fara að leggja líf mitt og sál í að finna eitt­hvert lið úti. Ef það kem­ur eitt­hvað gott þá skoða ég það,“ sagði Pavel sem lék á Spáni í 7 ár áður en hann kom til KR 2010.
 
Fréttir
- Auglýsing -