spot_img
HomeFréttirMbl.is: Taka enga áhættu með Pavel

Mbl.is: Taka enga áhættu með Pavel

Landsliðsmaður­inn Pavel Ermol­in­skij, lyk­ilmaður í liði Íslands­meist­ara KR í körfuknatt­leik, fór í seg­ulómskoðun á mánu­dag­inn vegna lær­meiðsl­anna sem hann varð fyr­ir í bikar­úr­slita­leikn­um gegn Stjörn­unni um næst­síðustu helgi. www.mbl.is greinir frá.
 
 
Niður­stöðurn­ar liggja ekki fyr­ir og því er enn óljóst hvers eðlis, eða hversu al­var­leg meiðsli Pavels eru. Sjálf­ur sagðist Pavel telja að vöðvi aft­an í læri gæti hafa rifnað, þegar Morg­un­blaðið ræddi við hann í síðustu viku.
 
Finn­ur Freyr Stef­áns­son, þjálf­ari KR, sagðist í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær ekki reikna með því að Pavel kæmi við sögu í þeim þrem­ur leikj­um sem liðið á eft­ir í deilda­keppn­inni. Pavel hef­ur ekki æft með KR-liðinu eft­ir bikar­úr­slita­leik­inn og KR-ing­ar ætla ekki að taka neina áhættu varðandi heilsu­far hans, fyrr en í fyrsta lagi í úr­slita­keppn­inni. „Von­andi get­ur hann leikið með okk­ur þegar úr­slita­keppn­in hefst en ef ekki þá verðum við að bregðast við því,“ sagði Finn­ur en lið hans hef­ur þegar tryggt sér efsta sæti deild­ar­inn­ar og þar með heima­leikja­rétt í úr­slita­keppn­inni.
 
Frétt af www.mbl.is 
Fréttir
- Auglýsing -