spot_img
HomeFréttirMbl.is: Sigurður snýr aftur

Mbl.is: Sigurður snýr aftur

Sig­urður Ingi­mund­ar­son mun stýra Kefl­vík­ing­um í Dom­in­os­deild karla í körfu­bolta og leysa Helga Jón­as Guðfinns­son af hólmi sem hef­ur verið að glíma við veik­indi og þurfti að taka sér frí vegna þeirra. www.mbl.is greinir frá þessu í dag.
 
 
Í frétt mbl.is segir einnig:
 
Sig­urður vildi ekki tjá sig um málið þegar eft­ir því var leitað. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is mun hann áfram stýra kvennaliði Kefla­vík­ur.
Helgi Jón­as tók við liði Kefl­vík­inga fyr­ir tíma­bilið en í leik gegn ÍR fyr­ir skömmu þurfti hann að yf­ir­gefa íþrótta­húsið vegna hjart­slátt­ar­trufl­ana. Kefla­vík er í fjórða sæti deild­ar­inn­ar með átta stig.  
  
Fréttir
- Auglýsing -