spot_img
HomeFréttirMbl.is: „Ótrú­leg­ar fram­far­ir“

Mbl.is: „Ótrú­leg­ar fram­far­ir“

Pét­ur Guðmunds­son, fyrr­ver­andi landsliðsmiðherji í körfuknatt­leik fylgd­ist grannt með leik Þórs og ÍA í 1. deild­inni á Ak­ur­eyri í kvöld. Hann er bú­sett­ur í Banda­ríkj­un­um en kom til lands­ins í frí og gerði sér fer norður til að fylgj­ast með Tryggva Snæ Hlina­syni, leik­manni Þórs, sem er 2,16 m á hæð en Pét­ur, sem lék um tíma í NBA-deild­inni, er tveim­ur cm hærri.

„Tryggvi er geysi­lega efni­leg­ur,“ sagði Pét­ur í sam­tali við blaðamann Morg­un­blaðsins í kvöld. „Nú er bara spurn­ing um að finna út hvað er best fyr­ir hann að gera; hvernig hann lær­ir sem mest og best á rétt­um hraða og á hvaða stað. Hann skil­ur leik­inn ótrú­lega vel miðað við að hafa æft körfu­bolta í tvö ár og hef­ur sýnt ótrú­leg­ar fram­far­ir á svona stutt­um tíma,“ sagði Pét­ur.

Nánar á mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -