Pétur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji í körfuknattleik fylgdist grannt með leik Þórs og ÍA í 1. deildinni á Akureyri í kvöld. Hann er búsettur í Bandaríkjunum en kom til landsins í frí og gerði sér fer norður til að fylgjast með Tryggva Snæ Hlinasyni, leikmanni Þórs, sem er 2,16 m á hæð en Pétur, sem lék um tíma í NBA-deildinni, er tveimur cm hærri.
„Tryggvi er geysilega efnilegur,“ sagði Pétur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í kvöld. „Nú er bara spurning um að finna út hvað er best fyrir hann að gera; hvernig hann lærir sem mest og best á réttum hraða og á hvaða stað. Hann skilur leikinn ótrúlega vel miðað við að hafa æft körfubolta í tvö ár og hefur sýnt ótrúlegar framfarir á svona stuttum tíma,“ sagði Pétur.



