Væntingar forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands um að hægt verði að tefla landsliðsmanninum Kristófer Acox fram í lokakeppni Evrópumeistaramótsins í Berlín hafa dvínað verulega. www.mbl.is greinir frá þessu í dag.
Kristófer er á skólastyrk hjá Furman-háskólanum í S-Karólínuríki í Bandaríkjunum og skólinn vill ekki sleppa Kristófer í þrjár vikur vegna EM. „Ég tel nánast útilokað að Kristófer geti verið með á EM ef ég miða við síðustu samskipti okkar við forráðamenn skólans,“ sagði Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær og spurði út í gang mála.
Mynd Karfan.is/ Bára Dröfn




