spot_img
HomeFréttirMbl.is: Jóhann greindist með brjósklos

Mbl.is: Jóhann greindist með brjósklos

Körfuknatt­leiksmaður­inn Jó­hann Árni Ólafs­son er með brjósk­los í baki og verður frá keppni næstu mánuðina. Er um að ræða mikla blóðtöku fyr­ir Grind­vík­inga í Dom­in­os-deild­inni en Jó­hann hef­ur verið einn af lyk­il­mönn­um liðsins und­an­far­in ár. www.mbl.is greinir frá.
 
 
„Ég er með brjósk­los auk þess sem taug er klemmd. Það er dágóður tími í að ég geti spilað. Ég hafði verið í mikl­um vand­ræðum vegna verkja í læri í allt haust og var að leita að skýr­ing­um. Ég ætlaði að haltra í gegn­um þetta en það varð alls ekki raun­in í þetta skiptið. Sam­kvæmt bjart­sýn­ustu spám þá gæti ég kannski spilað í janú­ar eða fe­brú­ar en alla vega er ljóst að ég spila ekki fyrr en á nýju ári,“ sagði Jó­hann Árni við Morg­un­blaðið í gær­kvöldi og ít­rekaði að erfitt væri að segja til um bat­ann.
 
Jó­hann mun að svo stöddu ekki fara í aðgerð vegna brjósk­loss­ins held­ur er von­ast eft­ir því að það gangi til baka. Hann gæti þó engu að síður verið á leiðinni í ann­ars kon­ar aðgerð. „Við mynda­töku á bak­inu kom í ljós sprunga í líf­bein­inu og það gæti kallað á aðgerð. Þau meiðsli eru vænt­an­lega út af höggi sem ég fékk fyr­ir tveim­ur árum. Þau meiðsli gera þetta enn flókn­ara og hafa einnig áhrif á fót­inn. Framund­an er því mik­il end­ur­hæf­ing,“ út­skýrði Jó­hann og virt­ist frek­ar hissa á þessu öllu sam­an því hann hef­ur ekki misst af leik í meist­ara­flokki vegna meiðsla fyrr en nú. 
  
Fréttir
- Auglýsing -