spot_img
HomeFréttirMbl.is: Íslend­ing­ar urðu vitni að óeirðum í Berlín

Mbl.is: Íslend­ing­ar urðu vitni að óeirðum í Berlín

Óeirðir brut­ust út á leik Alba Berlín og Galatas­aray í Meist­ara­deild Evr­ópu í körfu­bolta, Euroleague, í Berlín í gær­kvöldi. Full­trú­ar KKÍ voru á leikn­um en þjóðirn­ar sem leika á EM í Berlín sendu full­trúa sína til að kíkja á aðstæður í borg­inni í vik­unni.
 
 
Mik­il læti voru í höll­inni áður en leik­ur­inn hófst og hef­ur ófriður­inn verið rak­inn til ein­hverra stuðnings­manna tyrk­neska liðsins. Eft­ir­litsaðilar á leikn­um sendu leik­menn liðanna inn í bún­ings­klefa á meðan óeirðarlög­regla skakkaði leik­inn.
 
Að sögn Hann­es S. Jóns­son­ar, for­manns KKÍ, voru marg­ir framá­menn í körfu­bolt­an­um, bæði í Evr­ópu og einnig alþjóða sam­band­inu, á leikn­um vegna og höfðu tekið þátt í funda­höld­un­um vegna EM landsliða. Leik­ur­inn fór ein­mitt fram í höll­inni þar sem leik­irn­ir á EM fara fram í sept­em­ber og þar mun Ísland spila í loka­keppni EM í körfu­bolta í fyrsta skipti en höll­in heit­ir O2 World.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -