Óeirðir brutust út á leik Alba Berlín og Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í körfubolta, Euroleague, í Berlín í gærkvöldi. Fulltrúar KKÍ voru á leiknum en þjóðirnar sem leika á EM í Berlín sendu fulltrúa sína til að kíkja á aðstæður í borginni í vikunni.
Mikil læti voru í höllinni áður en leikurinn hófst og hefur ófriðurinn verið rakinn til einhverra stuðningsmanna tyrkneska liðsins. Eftirlitsaðilar á leiknum sendu leikmenn liðanna inn í búningsklefa á meðan óeirðarlögregla skakkaði leikinn.
Að sögn Hannes S. Jónssonar, formanns KKÍ, voru margir framámenn í körfuboltanum, bæði í Evrópu og einnig alþjóða sambandinu, á leiknum vegna og höfðu tekið þátt í fundahöldunum vegna EM landsliða. Leikurinn fór einmitt fram í höllinni þar sem leikirnir á EM fara fram í september og þar mun Ísland spila í lokakeppni EM í körfubolta í fyrsta skipti en höllin heitir O2 World.



