spot_img
HomeFréttirMbl.is: Hrann­ar ráðinn þjálf­ari danska landsliðsins

Mbl.is: Hrann­ar ráðinn þjálf­ari danska landsliðsins

Hrann­ar Hólm hef­ur verið ráðinn þjálf­ari danska kvenna­landsliðsins í körfuknatt­leik til næstu þriggja ára. Hrann­ar hef­ur gert það gott með danska kvennaliðið SISU en und­ir hans stjórn hef­ur fé­lagið orðið tvö­fald­ur meist­ari í Dan­mörku und­an­far­in fjög­ur ár og á dög­un­um var hann út­nefnd­ur þjálf­ari árs­ins í dönsku úr­vals­deild­inni annað árið í röð. www.mbl.is greinir frá.
 
„Ég hlakka mjög til þess að taka þetta verk­efni af mér. Það eru marg­ir hæfi­leika­rík­ir leik­menn til staðar og það verður áhuga­vert að sjá hvernig liðið stend­ur sig í leikj­um á móti Aust­ur­ríki og Íslandi í júlí,“ seg­ir Hrann­ar Hólm á vef danska körfuknatt­leiks­sam­bands­ins.
 
Hrann­ar er reynd­ur þjálf­ari sem hef­ur meðal ann­ars þjálfað karlalið KR, Njarðvík­ur og Þórs á Ak­ur­eyri. Hann hef­ur frá ár­inu 2012 starfað sem íþrótta­stjóri danska körfuknatt­leiks­sam­bands­ins sam­hliða því að þjálfa SISU.
 
Fréttir
- Auglýsing -