spot_img
HomeFréttirMbl.is: Framtíðarstjarna Dana finnst lát­in

Mbl.is: Framtíðarstjarna Dana finnst lát­in

Efni­leg­asti körfuknatt­leiksmaður Dan­merk­ur, Rasmus Lar­sen, fannst í dag lát­inn á heim­ili sínu í Belg­íu þar sem hann lék með liði Prox­im­us Spirou. www.mbl.is greinir frá.

Í frétt Mbl.is segir:

Lar­sen var aðeins tví­tug­ur að aldri, 2,12 metr­ar á hæð og hafði vakið geysi­lega at­hygli, tal­inn í hópi efni­leg­ustu körfu­bolta­manna Evr­ópu og þegar verið orðaður við lið í NBA-deild­inni.

Þegar hann mætti ekki á fund liðsins fyr­ir leik gegn Oost­ende sem átti að fara fram í kvöld í úr­slita­keppn­inni um  belg­íska meist­ara­titil­inn var farið að huga að hon­um og starfs­fólk fé­lags­ins fann hann þá lát­inn á heim­ili sínu.

„Þetta er al­gjör harm­leik­ur fyr­ir fjöl­skyldu hans og við erum öll í upp­námi," sagði í yf­ir­lýs­ingu sem fé­lag hans sendi frá sér fyr­ir stundu.

Þessi vá­legu tíðindi koma í kjöl­farið á tveim­ur svip­leg­um and­lát­um knatt­spyrnu­manna í Belg­íu í vor en þeir lét­ust báðir af völd­um hjarta­stopps.

Rasmus Lar­sen var fyr­ir tveim­ur árum sam­herji Hauks Helga Páls­son­ar, landsliðsmanns, en þeir voru þá báðir í röðum spænska fé­lags­ins Man­resa.

www.mbl.is 

Fréttir
- Auglýsing -