spot_img
HomeFréttirMbl.is: Benedikt hefur ekkert heyrt

Mbl.is: Benedikt hefur ekkert heyrt

Óvíst er hvort körfuknatt­leiksþjálf­ar­inn Bene­dikt Guðmunds­son verði áfram þjálf­ari úr­vals­deild­arliðs karla hjá Þór í Þor­láks­höfn en hann hef­ur stjórnað því und­an­far­in fimm ár, ásamt því að þjálfa yngri flokka hjá fé­lag­inu.

„Þetta er eig­in­lega gal­opið og í óvissu því ég hef ekk­ert heyrt í for­ráðamönn­um fé­lags­ins ennþá. Það  verður bara að koma í ljós hvað ger­ist á næstu dög­um eða vik­um. Ég er bú­inn að eiga heima hér í Þor­láks­höfn í fimm ár og þetta hef­ur verið frá­bær tími, en nú eru mál­in ekki í mín­um hönd­um. Ég bíð bara þess sem verða vill og mun þjálfa þar sem óskað verður eft­ir kröft­um mín­um," sagði Bene­dikt Guðmunds­son.

Lesa fréttina í heild sinni á Mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -