Gríðarlegur munur er á áhorfi á Evrópumeistaramótið í körfuknattleik, en nú þegar er fjöldi áhorfenda orðinn meiri en á öllu síðasta móti til samans. www.mbl.is greinir frá.
Alls hafa rúmlega 560 þúsund áhorfendur séð í riðlakeppninni og í sextán liða úrslitunum, þar af rúmlega 410 þúsund í riðlakeppninni einnig. Til samanburðar var fjöldi áhorfenda á öllu síðasta móti fyrir tveimur árum í Slóveníu 328 þúsund og 357 þúsund á mótinu í Litháen fyrir fjórum árum.
Leikur Frakklands og Tyrklands í sextán liða úrslitunum á mánudag sló einnig met, en 26.135 áhorfendur mættu á leikinn. Er það nýtt Evrópskt aðsóknarmet.



