spot_img
HomeFréttirMBC niður í 15. sæti eftir tap gegn Tubingen

MBC niður í 15. sæti eftir tap gegn Tubingen

Mitteldeucher BC máttu sætta sig við ósigur á útivelli í gær þegar liðið heimsótti Tubingen í þýsku Bundesligunni. Lokatölur 93-80 fyrir Tubingen sem er í 8. sæti deildarinnar. Hörður Axel Vilhjálmsson var næststigahæstur í liði MBC með 15 stig.
 
Tubingen 93-80 MBC
Hörður Axel gerði 15 stig á rúmum 26 mínútum í leiknum en hann var jafnframt með eina stoðsendingu og einn stolinn bolta. Stigahæstur í liði MBC var Devin Uskoski með 21 stig og 6 fráköst. Hjá Tubingen var Vaughn Duggins með 20 stig, 6 stoðsendingar og 3 fráköst.
 
Fylgstu með Karfan.is á Twitter:

@Karfan_is

Fréttir
- Auglýsing -