spot_img
HomeFréttirMBC komnir í 12. sæti Bundesligunnar

MBC komnir í 12. sæti Bundesligunnar

Mitteldeutscher MB komst um helgina í 12. sæti Bundesligunnar í Þýskalandi með sigri á Ludwigsburg. Lokatölur 56-61 MBC í vil á útivelli.
 
Hörður Axel var sem fyrr í byrjunarliði MBC og lék í rúmar 25 mínútur í leiknum og skoraði 5 stig. Hörður var einnig með 3 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum.
 
MBC er í góðu færi á því að komast inn í úrslitakeppnina þetta árið og það sem nýliðar en liðið hefur leikið 27 leiki af 34 umferðum í deildarkeppninni svo enn slatti af stigum í boði. Hörður og félagar hafa þó ekki ráð á því að misstíga sig neitt því eins og stendur er síðasta liðið inn í úrslitakeppnina með 14 sigra en MBC er með 12.
  
Staðan í deildinni
#  Team G S N PKT + / – DIFF HEIM GAST LAST10 SERIE VGL
 
 
 Brose Baskets 26 21 5 42 : 10 2193 : 1932 +261 13-0 8-5 7-3 – 3  
 
 FC Bayern München 28 18 10 36 : 20 2302 : 2094 +208 12-3 6-7 6-4 – 1  
 
 EWE Baskets Oldenburg 25 17 8 34 : 16 1959 : 1778 +181 10-3 7-5 7-3 – 1  
 
 ratiopharm ulm 26 17 9 34 : 18 2172 : 2055 +117 9-3
Fréttir
- Auglýsing -