Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Mitteldeutcher BC voru grátlega nærri því í gær að leggja stórlið Alba Berlín að velli í þýsku Bundesligunni. Lokatölur 82-81 Berlínarmönnum í vil þar sem sniðskot frá fyrrum Stjörnumanninum Djordje Pantelic vildi ekki niður og Berlín slapp með skrekkinn. Heimavöllur Alba Berlín er engin smá smíði og voru 11.000 áhorfendur mættir til að sjá þennan hörkuslag!
Hörður Axel gerði 10 stig í leiknum, tók 2 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á tæpum 32 mínútum. Fyrrum ÍR-ingurinn Kelly Beidler var stigahæstur hjá MBC með 16 stig og 6 fráköst. MBC eru nú í 13. sæti Bundesligunnar og eiga fimm deildarleiki eftir. Nú er það ljóst að MBC kemst ekki í úrslitakeppni Bundesligunnar og þurfa að huga að því að halda sæti sínu í deildinni.
# | Team | G | S | N | PKT | + | / – | DIFF | HEIM | GAST | LAST10 | SERIE | VGL | |
1 |
|
Brose Baskets * | 30 | 24 | 6 | 48 : 12 | 2594 | : 2236 | +358 | 15-0 | 9-6 | 6-4 | + 2 | |
2 |
|
EWE Baskets Oldenburg * | 30 | 22 | 8 | 44 : 16 | 2346 | : 2143 | +203 | 13-3 | 9-5 | 9-1 | + 5 | |
3 |
|
ratiopharm ulm * | 30 | 20 | 10 | 40 : 20 | 2543 | : 2359 | +184 | 12-3 | 8-7 | 6-4 | – 1 | |
4 |
|
FC Bayern München * | 32 | 20 | 12 | 40 : 24 | 2651 | : 2384 | +267 | 14-3 |
|