spot_img
HomeFréttirMBC deildarmeistari í Pro A deildinni

MBC deildarmeistari í Pro A deildinni

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í þýska Pro A liðinu MBC tryggðu sér um helgina deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á BG Karlsruhe 68-82. MBC hefur nú 40 stig á toppi deildarinnar, 8 stigum á undan næsta liði þegar þrjár umferðir eru eftir.
 
Hörður lét lítið fyrir sér fara í leiknum með 4 stig á 28 mínútum en hann var einnig með 3 fráköst og eina stoðsendingu í leiknum. MBC mun því leika í úrslitakeppninni eins og gefur auga leið en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þarf að vinna þrjá leiki sem og í undanúrslitum, í úrslitaseríunni þarf að vinna tvo leiki til að verða meistari í Pro A deildinni en þau tvö lið sem leika til úrslita komast upp í þýsku úrvalsdeildina, Bundesliguna.
 
Ljósmynd/ Matthias Kuch
 
Fréttir
- Auglýsing -