spot_img
HomeFréttirMaurice Ingram mættur í Höllina(Umfjöllun)

Maurice Ingram mættur í Höllina(Umfjöllun)

09:41

{mosimage}

(Steinar Kaldal stjórnaði Ármanni í fjarveru Gunnlaugs Elsusonar)

Ármann/Þróttur og Þróttur Vogum áttust við í 1.deild karla í kvöld í Laugardalshöllinni. Mesta spennan var þó fólgin í því að fylgjast með nýjum leikmönnum Ármanns, Maurice Ingram og Friðriki Hreinssyni. Í kvöld vantaði þó Gunnlaug Elsuson spilandi þjálfara Ármanns og leikmennina Sæmund Oddsson og Ásgeir Hlöðversson, en Ásgeir var í leikbanni og horfði á leikinn úr stúkunni.


Það vakti athygli að Maurice Ingram var ekki mættur til að hita upp með Ármann og byrjuðu Ármenningar leikinn án hans. Leikurinn byrjaði mjög hægt og áttu bæði lið í miklum vandræðum með að skora og skoraði Steinar Kaldal fyrstu stig leiksins á 3ju mínútu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 16-11 og Ármann ávallt skrefi á undan.

 

Það var svo Gunnar Stefánsson sem mætti tilbúin til leiks í 2.leikhluta og skoraði 11 stig og þar af þrjár 3ja stigakörfur á 6 mínútum og þá var staðan í leiknum orðin 35-23 fyrir Ármann. Staðan í lok fyrri hálfleiks var 40-31 fyrir Ármann.

{mosimage}

 

Í hálfleik mætti síðan Maurice Ingram og hitaði upp og settist síðan á varamannabekk Ármenninga. Það var síðan um miðjan 3ja leikhluta sem Maurice Ingram kom inn á og skoraði strax sín fyrstu stig. Þá var staðan 47-40 fyrir Ármann. Eitthvað hefur innkoma Maurice Ingram haft áhrif á Ármanns liðið og kom mikið hökt á leik þeirra og á stuttun tíma minnkuðu Þróttarar muninn niður í 50-49. Það var síðan Steinar Kaldal sem skoraði næstu 3 stig af vítalínunni og Maurice Ingram endaði leikhlutann með 6 stigum og staðan orðin 59-51 fyrir lokaleikhlutann.

 

Í fjórða leikhluta spilaði Ármann á öllum leikmönnum meðan Þróttarar reyndu allt sitt besta til að minnka muninn og tóku ansi harkalega á leikmönnum Ármanns sem tóku alls 22 vítaskot í 4. leikhluta. Ármann var þó ávallt skrefi á undan og endaði leikurinn 89-79 fyrir Ármann/Þrótt.

{mosimage}

(Friðrik Hreinsson að koma inn í fyrir Gunnar Stefánsson í 1. leikhluta) 

Hjá Ármann var það liðsheildin sem vann góðan sigur. Maurice var stigahæstur með 18 stig og 13 fráköst á 15 mínútum. Næst honum var Gunnar Stefánsson með 15 stig, Steinar Stefánsson með 13 stig og Ólafur Ægisson með 12 stig. Friðrik Hreinsson spilaði einnig vel í sínum fyrsta leik fyrir Ármann og var með 9 stig auk þess sem Steinar Kaldal skoraði 8 stig og tók 11 fráköst.

 

Hjá Þrótt Vogum átti Grétar Garðarsson góðan leik með 25 stig og Ragnar Ragnarsson með 12 stig og 4 stoðsendingar.

Umfjöllun: Bryndís Gunnlaugsdóttir

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -