spot_img
HomeFréttirMaurice Cheeks sannfærður

Maurice Cheeks sannfærður

12:00

{mosimage}

Maurice Cheeks þjálfari Philadelphia 76ers er sannfærður um að leikstjórnandinn hans Andre Miller vilji vera hjá liðinu til lengri tíma. Eftir samtal milli Cheeks og Millers er þjálfarinn alveg viss.

Mikið hefur verið rætt um mögulega framtíð Millers en hann skipti um umboðsmann fyrir skömmu og sagðist vera opinn fyrir því að framlengja núverandi samning sinn við félagið en hann rennur út næsta sumar. ,,Ég veit að honum líkar að vera hér og hann elskar að spila körfubolta,“ sagði Cheeks um leikstjórndann sinn. ,,Eins og mikið og ég hef rætt við Andre veit ég að honum líkar við liðið okkar. Ég veit að honum líkar hvernig við spilum og hvernig liðið er samsett. Hann er stór hluti af því.“

Andre Miller hefur verið á smá flakki á sínum ferli en átti frábært tímabil í fyrra þegar Philadelphia komst í úrslitakeppnina og lét Detroit hafa fyrir hlutunum í 1. umferð úrslitakeppninnar.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -