spot_img
HomeFréttirMatthías spáir KR og Snæfell bikarmeistaratitli

Matthías spáir KR og Snæfell bikarmeistaratitli

Matthías Orri Sigurðarson var gestur Podcasts Karfan.is þessa vikuna þar sem bikarhelgin stóra var eðlilega rædd fram og til baka. 

 

 

Þegar Matthías var beðinn um að spá fyrir um hugsanlega sigurvegara sagðist hann búast við hörkuleikjum. Í Maltbikar kvenna sá hann að úrslitaleikurinn yrði á milli Snæfells og Keflavíkur, þar myndi Snæfell vinna annan bikarmeistaratitilinn í röð. 

 

 

Í maltbikar karla spáði hann uppeldisfélagi sínu KR sigri og sagði þá vinna Val nokkuð örugglega þrátt fyrir stuðning valsara. Hann hafði miklar væntingar til leiks Grindavíkur og Þórs Þ en sagði að líklegast yrðu það liðin sem léku til úrslita í fyrra sem myndu mætast aftur. 

 

 

Nánari spá og umræðu um helgina, Dominos deildirnar og feril Matthíasar má finna í Podcasti vikunnar hér að neðan eða á Podcast rás Alvarpsins í Apple store. 

 

 

 

Umsjón: Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur

 

 

 

Efnisyfirlit:

 

1:30 – Ferill Matthíasar

15:00 – Núverandi tímabil með ÍR

28:30 – Spurningakönnun

1.00:30 – Hvaða lið mun falla?

1.11:00 – Spá fyrir bikarhelgina

 

 

 

Þáttur vikunnar í heild sinni:

 

Nánar um þáttinn og eldri podcast þætti má finna hér.

 

Fréttir
- Auglýsing -