spot_img
HomeFréttirMatthías segir skilið við Bandaríkin

Matthías segir skilið við Bandaríkin

Matthías Orri Sigurðarson hefur sagt skilið við bandríska háskólann Flagler og mun leika á Íslandi á næstu leiktíð. Matthías rifti samningi sínum við skólann og segir þar með skilið við bæði körfuboltann og námsstyrkinn sem var til fjögurra ára.
 
,,Ég var bara ekki ánægður með spilatíma og önnur mál í kringum prógrammið. Skólinn réði leikstjórnanda á seinustu stundu úr fyrstudeildar skóla án þess að ég vissi af því en svo var hugurinn einnig mikið heimavið,” sagði Matthías þegar Karfan.is náði af honum tali.
 
,,Ég tek eitt tímabil heima og sé hvernig staðan er eftir það,” sagði Matthías aðspurður um framhaldið en hann er KR-ingur að upplagi og á að baki fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands. ,,Ég er bara nýbúinn að ákveða að fara heim þannig að ég hef lítið sem ekkert spáð í framhaldinu,” svaraði Matthías þegar við inntum hann eftir því með hvaða liði hann ætlaði að leika hérlendis. Eflaust flestir sem spá því að röndóttir KR-ingar muni njóta krafta Matthíasar næsta tímabil og sagði hann sjálfur að hjartað leitaði í vesturbæinn.
 
Mynd/ [email protected] – Landsliðsbræðurnir Jakob Örn t.v. og Matthías Orri t.h. síðastliðið sumar en Jakob lék nr. 6 með A-landsliði Íslands og Matthías einnig með U18 ára landsliði Íslands.
  
Fréttir
- Auglýsing -