Matthías Orri Sigurðarson er á leið aftur til Íslands en bakvörðurinn hefur samið til tveggja ára við ÍR. Matthías sem hefur verið í háskólanámi í Bandaríkjunum mun því segja skilið við Columbus State háskólann í 2. deild NCAA háskólaboltans.
Matthías lék með ÍR tímabilið 2014-2015 og var þá með 19,2 stig, 5,6 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.