spot_img
HomeFréttirMatthías Orri eftir tapið í Grindavík "Megum ekki lúffa þegar róðurinn herðist...

Matthías Orri eftir tapið í Grindavík “Megum ekki lúffa þegar róðurinn herðist aðeins”

Heimamenn í Grindavík unnu frekar nauman sigur á KR-ingum í kvöld. Lokatölur urðu 89-81.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Matthías Orra Sigurðarson leikmann KR eftir leik í HS Orku Höllinni.

Það er mikið gleðiefni fyrir körfubolta aðdáendur hér á landi að Matthías Orri Sigurðarson hefur tekið fram skóna á nýjan leik. Þessi frábæri bakvörður er farinn að láta að sér kveða og mun án efa hjálpa KR-ingum mikið í þeirri baráttu sem fram undan er.

“Formið er að koma, svona hægt og bítandi. Maður reynir að djöflast aðeins, sýna einhvern anda og hjálpa til. Við þurfum meira sjálfstraust og við megum ekki fara að bakka um leið og andstæðingurinn fer að sýna tennurnar; megum ekki lúffa þegar róðurinn herðist aðeins. En þetta eru ekki alveg venjulegir tímar hjá KR. Þjálfarateymið er nánast með nýjan hóp í hverri einustu blessuðu viku og það er allavega eitt met sem við erum búnir að setja – og það er í útlendingunum; við erum búnir að velta þeim eins og ég veit ekki hvað, en vonandi koma góðir hlutir úr þessum hræringum hjá okkur. Nú þurfum við að nýta tímann vel og þjappa okkur hressilega saman; vinna flotta grunnvinnu á æfingum og bæði berjast eins og menn og hafa gaman af þessu um leið. Það býr margt í þessum hóp og það er okkar áskorun að kalla fram það besta sem í okkur býr.”

Fréttir
- Auglýsing -